spot_img
HomeFréttirGuðjón: Margt að læra af þessum leik

Guðjón: Margt að læra af þessum leik

  „Hafðist og ekki hafðist. Menn fengu áhugaverðan leik aftur, við vorum komnir með 20 stig og þá hættum við,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkur eftir Hauka og Keflavíkur í gær en Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu upp 19 stiga forskot Keflvíkinga og knúðu fram framlengingu.
„Það er margt að læra af þessum leik og eitt sem er sérlega gott, við erum ekki búnir að vera að lenda í svona leikjum þar sem er einhver spenna, koma okkur sjálfir í framlengingu og klára það og það var það eina jákvæða.“
 
„Menn héldu að þetta væri búið en það er aldrei neitt búið í körfubolta fyrr en það er búið að flauta af. Þeir taka okkur í bakaríið í fráköstum og við erum með einhverja 23 tapaða bolta og það segir allt sem segja þarf í þessu,“ sagði Guðjón þegar hann var spurðu að því hvort að liðsmenn Keflavíkur hafi haldið að sigurinn væri vís þegar forskotið var sem mest.
 
„Haukar eru með fínan hóp og þó að þú sért 20 stigum yfir þá er ekkert búið. Við þurfum bara að vinna leikinn með ágætis mun til þess að vera öryggir þegar við komum allavega lengra, að vísu held ég að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af Haukum í þessari toppbaráttu en það er sama.“
 
Guðjón er ekki á því að hann sé kominn með liðið á þann stað í deildinni sem hann vildi þrátt fyrir brösótta byrjun Keflavíkurliðsins.
 
„Við eigum eftir að koma nýja leikmanninum inn í hlutina þannig að það er svolítið stirt og við eigum mikið inni. Ég held að sóknarleikurinn geti verið mikið betri þrátt fyrir að skora 106 stig og við höfum núna 10 daga fram að leiknum gegn Njarðvík og svo þrjá leiki eftir það til að undirbúa okkur undir úrslitakeppnina og það ætti að vera nóg.“
 
______________________________________________________________________________ 
„Það var alltof mikil virðing fyrir þeim í byrjun seinni hálfleiks og þegar þeir finna blóðbragð þá komast þeir á „run“,“sagði Óskar Ingi Magnússon fyrirliði Hauka og viðurkenndi að Haukaliðið var alltof lengi í gang í sinni hálfleik.
 
„Það var ekki fyrr en við höfðum engu að tapa að við girðum okkur í brók og förum að gera eitthvað að viti. Það munaði litlu en munaði samt einhverju.“
 
Haukar eyddu mikilli orku í að vinna upp mun Keflavíkur og við spurðum Óskar hvort að bensínið hafi verið búið hjá Haukaliðinu þegar komið var inn í framlenginguna.
 
„Já ætli það ekki bara. Við vorum á svo miklu rönni og svo klikkar síðasta sóknin og það tekur svolítið bensín úr mönnum. Við vorum bara orðnir þreyttir og missum svo menn útaf snemma í framlengingunni með 5 villur. Þetta gekk bara ekki í þetta skiptið.“
 
 
Fréttir
- Auglýsing -