spot_img
HomeFréttirBaldur Már Stefánsson tekur við kvennaliði Þórs

Baldur Már Stefánsson tekur við kvennaliði Þórs

 
Körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri og Konrad Tota hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Hann mun það sem eftir lifir af vetri beina öllum sínum kröftum að karlaliðinu sem stefnir hraðbyr í úrslitakeppni 1. deildar en liðið er sem stendur í 2. sæti deildarinnar sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni.
Við starfi Tota tekur Baldur Már Stefánsson og mun hann því stýra kvennaliðinu a.m.k. til vors. Liðið á eftir að leika þrjá leiki í deildinni þ.e. útileikir gegn Stjörnunni og Val og heimaleikur gegn Skallagrími. Þórskonum hefur enn ekki tekist að vinna sigur í 1. deild kvenna og sitja stigalausar á botni deildarinnar.
 
Mynd/ www.thorsport.is Baldur Már Stefánsson hefur þegar stýrt sinni fyrstu æfingu með Þórskonur.
Fréttir
- Auglýsing -