spot_img
HomeFréttirNerijus farinn til Spánar

Nerijus farinn til Spánar

 
Nerijus Taraskus leikur ekki meira með Hamri á þessari leiktíð í Iceland Express deild karla. Nerijus er farinn aftur til Spánar þaðan sem hann kom fyrir þetta tímabil í íslensku úrvalsdeildinni. Þetta staðfesti Ágúst Sigurður Björgvinsson í samtali við Karfan.is í dag.
Nerijus lék 13 deildarleiki með Hamri þetta tímabilið en ákvað að hætta með Hamri og snúa aftur til Spánar og er hann kominn á mála hjá liði í LEB Silver deildinni. Þá lék hann ekki með í síðasta leik Hamars þegar liðið lagði Tindastól í Blómabænum. Hamar leikur svo gegn KFÍ á föstudag.
 
Nerijus lék 13 leiki með Hamri, gerði 6,8 stig að meðaltali í leik og tók 2,8 fráköst.
 
Mynd/ Tomasz KolodziejskiNerijus í leik gegn Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni sem Hamar vann 76-90.
 
Fréttir
- Auglýsing -