spot_img
HomeFréttirCarmelo Anthony til Knicks

Carmelo Anthony til Knicks

 
Þá er loks kominn botn í málið, Carmelo Anthony er á leið til New York Knicks en síðan í sumar hefur fregnum af Anthony rignt yfir körfuboltaheiminn og loks getur þeim nú linnt. Pakkinn er stór enda um níu leikmanna tilfærslu að ræða.
Þeir Anthony og Chaunsey Billups ásamt Anthony Carter, Shelden Williams og Renaldo Balkman fara til New York. Í skiptunum fara Raymond Felton, Danilo Gallinari og Wilson Chandler ásamt miðherjanum Timofey Mozgov til Denver. Þá lætur New York einnig frá sér fyrsta valrétt í nýliðavalinu 2014, og valréttinn í annarri umferð nýliðavalsins 2012 og 2013. Einnig fylgja með 3 milljónir Bandaríkjadala.
 
Þá eru önnur minni skipti í pakkanum hjá Knicks sem láta frá sér ónotaðan samning Eddy Curry sem er við það að renna út ásamt framherjanum Anthony Randolph ásamt 3 milljónum dollara til viðbótar. Viðtakandinn, Minnesota Timberwolves, sem senda Corey Brewer í Stóra-Eplið.
 
Þá erum við komin með Carmelo Anthony, Chaunsey Billups og Amare Stoudemire og lyftist þá brún stuðningsmanna í New York fyrir vikið. Billups og Anthony fara frá Denver sem er í 7. sæti á vesturströndinni yfir á austurströndina til New York sem þar situr í 6. sæti.
 
Mynd/ Anthony er kominn heim, eða svo heldur hann enda sagði leikmaðurinn í sumar að hann vildi í Stóra-Eplið.
 
Fréttir
- Auglýsing -