spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÍslandsmeistarar Þórs lagðir af Val í framlengdum leik í Þorlákshöfn

Íslandsmeistarar Þórs lagðir af Val í framlengdum leik í Þorlákshöfn

Valsmenn tóku forystuna í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Þór í kvöld eftir framlengdan leik 84-89. Þór sló Grindavík út 3-1 eftir erfiða og jafna seríu. Valur sópaði Stjörnunni 3-0 nokkuð auðveldlega fyrir utan leik 2 sem fór í framlengingu. Tvö lið sem spila mikinn liðsbolta og treysta á skytturnar sínar. Nema að Valur vill spila hægar en Þór hratt.

Áhugavert

Þórsarar hafa verið að rúlla á 8 mönnum í úrslitakeppni og Valur 6

Hjá Val er Benedikt í borgaralegum klæðum annars eru aðrir heilir fyrir leikinn í kvöld.

Byrjunnarlið

Þór: Glynn, Ronaldas, Daniel,Kyle, Davíð

Valur: Pavel, Kári, Kristófer, Pablo, Callum.

Gangur leiks

Liðin byrja á að fianna taktin gegn kvort öðru og skiptast á stigaskori. Þórsarar leita inn til að byrja með sem gengur nokkuð vel en Valur nær að stjórna tempóinu í leiknum á meðan Þórsarar reyna að keyra þetta upp. Leikhlutin endar 14- 24 fyrir Val. Þór var með 8 tapaða bolta í fyrsta leikhluta.

Valur byrja annan leikhluta af  krafti og eftir 49 sek tekur Lárus leikhlé eftir að hafa horft uppá kristófer troða yfir Ronaldas mjög sannfærandi staðan komin í 14-29. Þórsarar gera vel og koma til baka ná að minnka þetta niður í  3 stig. Valsmenn nýta sér sýna styrkleika í hæð og keyra á Luciano og Glynn þegar þeir geta.

Eins að gera þeim erfitt fyrir í vörninni en það gæti farið að síga í að halda í þennan hraða nema að Valur nái að stjórna hraðanum. Þórsarar löguðu tölfræðina yfir tapaða bolta frá því í fyrsta leikhluta og töpuðu aðeins þrem boltum í leikhlutanum. Spurning hvort spennustigið hafi verið of hátt. Leikhlutinn endar 35-42. Stigaskorið dreifðist vel hjá báðum liðum aðeins einn leikmaður sem fer yfir 10 stigin. Daníel 9 stig og Ron með 9 fráköst hjá Þór. Pablo 11 stig og Kári 8 hjá Val.

Eftir 3:12 tekur Finnur leikhlé þegar Þór jafna metin í 47-47 og Kristófer fékk U villu. Þór heldur áfram og komast yfir sem fer í skapið á Valsmönnum sem virðast aðeins missa hausinn. Þegar 4:24 lifa af leikhlutanum snýr Pablo sig illa. Ekki gott fyrir Val að missa mann úr róteringunni þar sem þeir treysta á fáa menn. Þór hefur yfirhöndina og eru komnir yfir 64-62 þegar þriðja leikhluta lýkur. Áhugavert  er að Kristófer er bara með 4 stig fyrir Val og hefur gengið vel hjá Þór að stoppa þennan mikla íþróttamann sem Kristófer er.

Leikurinn er í járnum í byrjun fjórða og lítið um stigaskor og ná Þórsarar illa að slíta sig frá Valsmönnum. 70-70 þegar 4:30 lifa af fjórða. Og eins og staðan er þá virðist sigurinn geta endað báðum meginn. Callum setur niður þrist þegar 34 sek eru eftir og kemur Val í 74-76 og Glynn setur þrist á móti 77-76 þegar 21 sek lifir eftir af leiknum Leikurinn endar 77-77 framlenging.

Framlenging

Valsmenn sýna mikin styrk í framlenginunni og setja stóru skotin og vinna 84-89 og taka forystu í einvíginu.

Atkvæðamestir

Hjá Þór var Daníel stórkostlegur með 21 stig 14 fráköst og 27 í framlag. Ronaldas 6 stig 15 fráköst og 24 framlag.

Hjá Val var Jacob D með 27 stig. 11 fráköst og 24 í framlag og setti niður stór skot í lokin. Kári Jónsson var frábær fyrir Valsmenn 25 stig þar af 5 af 10 í þristum. Og 26 í framlag.

Hvað svo?

Næsti leikur er í Origo höllinni laugardaginn 23.maí kl 20:15.

Tölfræði leiks

Karfan.is/iHandle

Fréttir
- Auglýsing -