Í kvöld hefst 21. umferðin í Iceland Express deild karla en það er næstsíðasta umferð deildarinnar og í kvöld geta Íslandsmeistarar Snæfells orðið deildarmeistarar. Fari leikar svo að Snæfell sigri Hamar í sínum leik í Hólminum og KR tapar sínum leik gegn ÍR í Seljaskóla, verða Snæfellingar deildarmeistarar 2011 og fá afhentan deildarmeistarabikarinn að leik loknum á sínum heimavelli. Að öðrum kosti verður titillinn afhentur í DHL-höllinni í síðustu umferð deildarinnar, fimmtudaginn 10. mars, en þá mætast einmitt KR og Snæfell. Hvernig sem fer munu þessi tvö lið ein eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum.
Leikir kvöldsins í IEX deild karla, allir hefjast kl. 19:15:
Snæfell-Hamar
ÍR-KR
KFÍ-Njarðvík
Umferðinni lýkur svo annað kvöld einnig með þremur leikjum en þá mætast:
Grindavík-Fjölnir
Tindastóll-Keflavík
Stjarnan-Haukar
Þá má geta þess að Nettómótinu í Reykjanesbæ lýkur í dag um kl. 15:00 en þarna er á ferðinni stærsta körfuboltamót Íslandssögunnar en metþátttaka var í ár.
Mynd/ Þorsteinn Eyþórsson: Sveinn og félagar í Hólminum geta orðið deildarmeistarar í kvöld.