Argentínumaðurinn öflugi Luis Scola missti í nótt af sínum fyrsta NBA leik á ferlinum! Fram að leiknum í nótt, sem Houston tapaði gegn Phoenix, hafði Scola leikið 311 NBA deildarleiki í röð.
Scola kennir sér eymsla í hné og því ákvað Rick Adelman, þjálfari Rockets, að hvíla kappann en vonast er til að hann verði kominn að nýju í búning á laugardag. Scola er einn af lykilmönnum Rockets með 18,5 stig, 8,1 frákast og 2,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Mynd/ Scola er einnig á meðal burðarása í Argentínska landsliðinu sem í dag vermir 3. sætið á styrkleikalista FIBA en Spánn og Bandaríkin koma þar fyrir ofan.