Í kvöld hefst úrslitakeppnin í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik þar sem Íslendingar eiga tvo fulltrúa. Guðni Heiðar Valentínusson verður í eldlínunni með Bakken Bears og Axel Kárason með Værløse. Hørsholm 79ers og Horsens IC hefja leik í kvöld en annað kvöld verða Guðni og Axel á ferðinni með sínum liðum.
Svona lítur fyrsta umferðin í Danmörku út:
Svendborg Rabbits – Værløse BBK (Axel Kárason)
Bakken Bears (Guðni Heiðar) – Aabyhøj IF
Hørsholm 79ers – Horsens IC
Team Fog Næstved – SISU
Að lokinni deildarkeppninni voru það Svendborg Rabbits sem höfnuðu í 1. sæti deildarinnar eftir að Bakken Bears höfðu að mestu leiti leitt deildina þetta tímabilið. Þá má til gamans geta að fyrrum leikmaður Keflavíkur, Thomas Soltau leikmaður SISU, varð stigahæsti leikmaður deildarinnar með 22,81 stig að meðaltali í leik.
9. mars: Hørsholm 79ers – Horsens IC
10. mars: Svendborg Rabbits – Værløse BBK
10. mars: Bakken Bears – Aabyhøj IF
Mynd/ Guðni og Bakken luku deildarkeppninn í Danmörku í 2. sæti.