spot_img
HomeFréttirTCU tapaði úrslitaleiknum eftir framlengingu

TCU tapaði úrslitaleiknum eftir framlengingu

 
Helena Sverrisdóttir og TCU töpuðu naumlega í nótt þegar liðið mætti Utah í úrslitum Mountain West riðilsins í bandarísku háskóladeildinni í körfuknattleik. Lokatölur leiksins voru 52-47 eftir framlengda spennuviðureign.
Á lokasprettinum voru liðsmenn Utah mun grimmari og luku leiknum með 10-2 rispu. Þetta var í fyrsta sinn sem TCU komst í úrslitaleik MWC riðilsins en að úrslitaleiknum loknum voru Helena Sverrisdóttir og Emily Carter valdar í úrvalslið úrslitakeppninnar.
 
Helena og TCU mega nú bíða þangað til annað kvöld þegar það verður tilkynnt í beinni hvaða háskólalið fá boð um að leika í ,,NCAA Tournament“ sem er lokamót bandaríska háskólakörfuboltans.
 
Helena lék í 44 mínútur í leiknum í nótt, skoraði 10 stig ásamt Delisa Gross en þær tvær voru stigahæstar í liði TCU. Helena var einnig með 8 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta.
 
Fréttir
- Auglýsing -