Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig í gær þegar lið hans CB Granada mátti sætta sig við 10 stiga ósigur á útivelli. Granada heimsótti Asefa Estudiantes þar sem lokatölur voru 83-73 Estudiantes í vil.
Jón var í byrjunarliði Granada í leiknum og skoraði 11 stig á rúmum 26 mínútum. Þá var Jón einnig með 1 frákast en hann hitti úr 4 af 6 teigskotum sínum og 1 af 4 þristum. Granada er í næstneðsta sæti deildarinnar með 5 sigra og 20 tapleiki.
Næsti leikur Granada er gegn Assignia Manresa sem eru í fimmtánda og fjórða neðsta sæti deildarinnar.