spot_img
HomeFréttirKR sópaði Njarðvík út í fyrsta sinn í 21 ár

KR sópaði Njarðvík út í fyrsta sinn í 21 ár

 
 
KR-ingar unnu 2-0 sigur á Njarðvík í einvígi liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla en KR vann leikina tvo örugglega, með 12 stiga mun í DHL-höllinni á fimmtudaginn og með 16 stiga mun í Ljónagryfjunni í gærkvöldi. www.visir.is greinir frá þessu í dag.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 1989 sem KR nær að sópa út Njarðvík og jafnframt aðeins í fjórða sinn í tólf einvígum félaganna í sögu úrslitakeppninnar þar sem KR stendur uppi sem sigurvegari. KR hefur unnið tvö síðustu einvígin því þeir unnu einnig Njarðvík í lokaúrslitunum 2007.
 
Óskar Ófeigur Jónsson blaðamaður hjá Fréttablaðinu og Vísi tók þetta saman, lesa nánar um málið hér.

Mynd/ [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -