spot_img
HomeFréttirSíðustu þrjú meistaralið fóru ekki í oddaleik í 8 liða úrslitum

Síðustu þrjú meistaralið fóru ekki í oddaleik í 8 liða úrslitum

 
Snæfell, KR og Keflavík, liðin sem hampað hafa Íslandsmeistaratitlinum síðustu þrjú tímabil í Iceland Express deild karla fóru ekki í oddaviðureign í 8-liða úrslitum. Síðasta lið til að fá oddaviðureign í þessari fyrstu umferð úrslitakeppninnar var KR árið 2007 þegar liðið mætti ÍR í fyrstu umferðinni og vann 2-1. Næstu þrjú tímabil á eftir fóru verðandi Íslandsmeistarar 2-0 í gegnum 8-liða úrslitin.
Að lokinni úrslitakeppninni árið 1994 var tekin inn ný regla eða sú sem við þekkjum í dag að hafa 8-liða úrslit. Þar áður frá árinu 1984 voru aðeins fjögur lið í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrsta liðið til að verða Íslandsmeistari eftir að 8-liða úrslitin voru tekin upp var Njarðvík sem lagði KR í 8-liða úrslitum, Skallagrím í undanúrslitum og loks Grindavík í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.
 
Í kvöld eru þrír oddaleikir í 8-liða úrslitum en það er í fyrsta sinn í sex ár sem það gerist:
 
Oddaleikir í átta liða úrslitum úrslitakeppni úrvalsdeildar karla:
4 – Aldrei
3 – 1998, 2002, 2003, 2005, 2011
2 – 1996, 2000, 2001, 2004, 2007, 2008, 2010
1 – 1995, 2006, 2009
0 – 1997, 1999
Fréttir
- Auglýsing -