Að vanda var spilað í NBA deildinni seinustu nótt. Slæmt gengi New York Knicks hélt áfram eftir vorhléð en New York-búar töpuðu sjötta leik sínum í röð í nótt, og hafa þeir þar með tapað 9 af síðustu 10 leikjum sínum. Mótherjinn að þessu sinni voru Charlotte Bobcats. Það virðist líka fátt geta komið í veg fyrir að Chicago Bulls hirði efsta sætið í Austurdeildinni en Bulls unnu lið Milwaukee Bucks, sem hafa valdið þónokkrum vonbrigðum á tímabilinu. Derrick Rose fór á kostum í leiknum og færði ágæt rök fyrir því að hann ætti að vera valinn besti leikmaður deildarinnar. Öll úrslit sem og helstu tölfræði má sjá hér að neðan
New Jersey Nets-Atlanta Hawks (87-98, NJN:Morrow 25 stig. ATL:Horford 23 stig, 12 fráköst)
New York Knicks (106-114, NYK:Anthony 36 stig. CHA:Diaw 20 stig, 8 fráköst, Jackson 19 stig)
Indiana Pacers-Detroit Pistons (88-100, IND:Rush 19 stig. DET:Hamilton 23 stig)
Chicago Bulls-Milwaukee Bucks (95-87, CHI:Rose 30 stig, 17 stoðsendingar. MIL:Salmons 25 stig, Delfino 23 stig.)
Dallas Mavericks-Utah Jazz (94-77, DAL:Terry 22 stig. UTA:Jefferson 21 stig.)
Toronto Raptors-Los Angeles Clippers (90-94, TOR: Davis 21 stig, 11 fráköst. LAC: Griffin 22 stig, 16 fráköst.)
Elías Karl