spot_img
HomeFréttirTeitur Örlygson: Okkur vantar einn í viðbót núna

Teitur Örlygson: Okkur vantar einn í viðbót núna

 
Teitur hefur nú stýrt Stjörnuliðinu til sigurs í fyrsti tveimur leikjunum sem liðið leikur í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar og það gegn Íslands- og deildarmeisturum Snæfells.
Menn geta ekki annað en mætt tilbúnir í svona leik?
Já, það var ekkert 17 stiga forskot núna. Við mættum náttúrulega alveg skelfilegir hérna í fyrsta leikhluta um daginn. Eftir fyrsta leikhluta var ég ekki nógu ánægður. Þeir voru að pikka upp lausa bolta og laus fráköst bara allan fyrri hálfleikinn. Við vorum bara á hælunum bæði vörn og sókn. Við vorum bara hundóánægðir með fyrri hálfleikinn hjá okkur. Seinni hálfleikurinn var svo skárri”.
 
Stjarnan náði undirtökunum í leiknum með góðum kafla undir lok annars og byrjun þriðja leikhluta. Þetta hefur verið vendipunktur í leiknum?
“Já já, ekkert ósvipað í fyrsta leiknum, þá fáum við 9 stiga mun svo missum við það og þeir komast yfir. Þeir eru svona streak-í lið. Þegar þeir fengu að hlaupa alveg í rassgatið á okkur og velja hver tæki þriggjastiga skotin og hitta úr þeim öllum, þá eru þeir nátturulega fljótir að ná okkur og komast yfir. Ég er ánægður með mína menn að hafa sagt hingað og ekki lengra”.
 
Það er ekki lítið afrek að hafa stillt Íslands- og deildarmeisturum Snæfells upp við vegg og geta hreinlega sópað þeim út í næsta leik. Teitur vildi þó lítið gera úr því og segist taka hvern leik fyrir í einu.
“Já, en það skiptir okkur engu máli. Snæfell getur ennþá unnið þrjá leiki og unnið þessa seríu. Það er hver einasti sigur jafn mikilvægur. Þetta eru þrír vinningar og við erum komnir með 2. Okkur vantar einn í viðbót núna er bara að gíra sig og gera sig klárann fyrir leikinn á fimmtudaginn”.
 
Það hefur ekki farið framhjá neinum að það er mönnum er heitt í hamsi og hafa verið með fullyrðingar í fjölmiðlum. Það sást einnig í kvöld og menn létu vel fyrir sér finna.
Var þetta ekki sálfræðilegur sigur fyrir Stjörnuna í kvöld?
“Þessi sigur var mjög sterkur sálfræðilega fyrir okkur því ég held að það hafi ekki margir spáð okkur sigri hérna í dag. Menn fóru hátt upp með því að vinna Íslands- og deildarmeistaran á útivelli í fyrsta leik. Í fyrsta skiptið sem við erum í fjögurra liða úrslitum en það var ekkert lagst niður með lappirnar uppí loft og fagnað. Við erum komnir hingað og viljum láta að okkur kveða”.
 
Mynd/ Tomasz Kolodziejski: Kaffisopi áður en lætin brustu á í Garðabæ.
 
Viðtal/ Gísli Ólafsson
Fréttir
- Auglýsing -