13 leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar vestanhafs í nótt. Helst ber að nefna að New York Knicks unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu granna sína í New Jersey Nets. Carmelo Anthony fór á kostum og skoraði 39 stig fyrir Knicks sem virðast ætla að vakna til lífsins eftir heldur slakt gengi undanfarið. Einnig má nefna að stórstjörnurnar þrjár í liði Miami Heat skoruðu samtals 94 stig í útivallarsigri Miami á Washington Wizards. Þá sigraði topplið austurdeildarinnar, Chicago Bulls, Minnesota Timberwolves á útivelli. Önnur úrslit má sjá að neðan.
Dallas Mavericks-LA Clippers (106-100, Dallas: Nowitzki 24. Clippers: Griffin 25)
Orlando Magic-Atlanta Hawks (82-85, ORL:Nelson 20 stig. ATL: Smith 26 stig.)
Cleveland Cavaliers-Charlotte Bobcats (97-98, CLE:Sessions 24 stig. CHA: Diaw 26 stig, 11 stoðsendingar.)
Detroit Pistons-Indiana Pacers (101-111, DET:24 stig, 9 stoðsendingar. IND:Collison 20 stig.)
Houston Rockets-Philadelphia 76ers (97-108, HOU:Lowry 19 stig, Martin 18 stig. PHI:Holiday 24 stig.)
Milwaukee Bucks-Toronto Raptors (104-98, MIL:Jennings 25 stig, 7 stoðsendingar. TOR: Bargnani 22 stig.)
Miami Heat-Washington Wizards (123-107, MIA: James 35 stig, 8 fráköst, 8 stoðsendingar, Wade 33 stig, 9 stoðsendingar, Bosh 26 stig. WAS: Crawford 39 stig.)
New Jersey Nets-New York Knicks (116-120, NJN:Morrow 30 stig, Lopez 26 stig. NYK: Anthony 39 stig, Billups 33 stig, Anthony, Billups og Stoudemire með samtals 96 stig.)
Golden State Warriors-Memphis Grizzlies (91-110, GSW: Wright og Ellis 16 stig. MEM: Allen 21 stig, Randolph 20 stig 13 fráköst.)
Chicago Bulls-Minnesota Timberwolves (108-91, CHI: Boozer 24 stig, 14 fráköst, Rose 23 stig, 10 stoðsendingar. MIN:Love 16 stig, 9 fráköst.)
Portland Trailblazers-New Orleans Hornets (91-95, POR: Aldridge 24 stig, 15 fráköst. NOH: Landry 21 stig.)
Sacramento Kings-Denver Nuggets (90-104, SAC: Thornton 27 stig. DEN: Lawson 20 stig.)
Oklahoma City Thunder-Phoenix Suns (116-98, OKC: Durant 22 stig. PHO: Carter 28 stig.)
Elías Karl