Könnunin sem hefur verið í gangi hér síðustu daga á Karfan.is leiddi í ljós að flestir sem tóku þátt áttu von á því að KR og Stjarnan myndu bítast um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Alls 44% aðspurðra sögðu að KR og Stjarnan myndu mætast í úrslitum en í dag er fátt sem bendir til annars þar sem bæði lið leiða sín einvígi 2-0.
Spurt var: Hvaða lið mætast í úrslitum Iceland Express deildar karla?
Svörin:
KR-Stjarnan 44%
Snæfell-KR 29%
Keflavík-Stjarnan 18%
Snæfell-Keflavík 9%
Margir virðast því ætla að verða sannspáir en við spyrjum að leikslokum og erum búnir að setja inn nýja könnun og að þessu sinni spyrjum við hvort Keflavík eða Njarðvík verði Íslandsmeistari í Iceland Express deild kvenna.