spot_img
HomeFréttirBekkur Snæfells aðeins með 8 stig á 80 mínútum

Bekkur Snæfells aðeins með 8 stig á 80 mínútum

 
Stjarnan leiðir 2-0 í undanúrslitum Iceland Express deildar karla gegn ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum Snæfells. Liðin mætast í sínum þriðja leik í kvöld kl. 19:15 í Stykkishólmi þar sem Stjarnan getur sópað meisturunum í frí, sigur hjá Snæfell kallar fram fjórða leikinn í Garðabæ. Byrjunarlið Snæfells hefur nánast staðið eitt og sér í leikjunum þar sem bekkur liðsins hefur bara lagt fram 8 stig í þessum tveimur leikjum, 8 stig á 80 mínútum.
Leikur 1
Snæfell 73-75 Stjarnan
Byrjunarlið Snæfells skorar 65 af 73 stigum liðsins – bekkur 8
Byrjunarlið Stjörnunnar skorar 66 af 75 stigum liðsins – bekkur 9
 
Leikur 2
Stjarnan 93-87 Snæfell
Byrjunarlið Snæfells skorar öll 87 stig liðsins – bekkur 0
Byrjunarlið Stjörnunnar skorar 85 af 93 stigum liðsins – bekkur 8
 
Bekkur Snæfells hefur því aðeins gert 8 stig á síðustu 80 mínútum í viðureignum liðanna en Stjörnubekkurinn ívið meira, ekki mikið þó, eða 17 stig á 80 mínútum.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -