spot_img
HomeFréttirKeflvíkingar á leið í sumarfrí eða fjórði leikur í Toyota-höllinni

Keflvíkingar á leið í sumarfrí eða fjórði leikur í Toyota-höllinni

 
KR tekur í kvöld á móti Keflavík í þriðju undanúrslitaviðureign liðanna í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Staðan í einvíginu er 2-0 KR í vil og dugir Vesturbæingum sigur í kvöld til að komast í úrslitaeinvígið þar sem Stjarnan bíður eftir 3-0 sigur á Snæfell.
KR vann fyrsta leikinn 87-79 og annan leikinn í Keflavík unnu þeir sannfærandi, 87-105 sem var jafnframt stærsti ósigur Keflavíkur á heimavelli þetta tímabilið og það eftir 11 leikja sigurgöngu í Toyota-höllinni.
 
Keflvíkingar eru með bakið upp við vegg, tap þýðir sumarfrí en sigur í kvöld galdrar fram fjórða leik liðanna í Toyota-höllinni. Keflvíkingar eru eina lið íslenskrar körfuboltasögu sem hefur jafnað sig í undanúrslitum eftir að hafa lent 2-0 undir en það gerðu þeir eftirminnilega gegn ÍR sem þeir slógu einmitt út núna í 8-liða úrslitum.
 
KR-Keflavík
Leikur 3
Kl. 19:15 í kvöld
 
Fjölmennum á völlinn!
Fréttir
- Auglýsing -