spot_img
HomeFréttirÚrslit: Oddaleikur á fimmtudag

Úrslit: Oddaleikur á fimmtudag

 
Keflvíkingar sýndu og sönnuðu það í kvöld að það er slæmur siður að afskrifa þá. Keflavík var rétt í þessu að leggja KR 104-103 í fjórðu undanúrslitaviðureign liðanna í Iceland Express deild karla. Annan leikinn í röð þurfti að framlengja hjá liðunum þar sem Keflavík hafði betur að lokum eftir hádramatískar lokamínútur.
Nú verður oddaleikur í DHL-Höllinni á fimmtudagskvöld þar sem ræðst hvort KR eða Keflavík mæti Stjörnunni í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.
 
Magnús Þór Gunnarsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í kvöld með allar stóru körfurnar á réttum tíma og lauk leik með 29 stig. Næstur var Thomas Sanders með 21 stig. Hjá KR var Marcus Walker með 28 stig og Brynjar Þór Björnsson gerði 20.
 
Nánar síðar…
 
Fréttir
- Auglýsing -