Önnur úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í Iceland Express deild kvenna fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Keflavík leiðir einvígið 1-0 eftir dramatískan sigur í fyrsta leiknum á laugardag. Þrjá sigra þarf til þess að verða Íslandsmeistari.
Búist er við fjölmenni í Ljónagryfjuna í kvöld og ljóst að þeir sem ætla á leikinn skulu mæta tímanlega. Í síðasta leik var boðið upp á meinta sigurkörfu fimm sekúndum fyrir leikslok en fimm sekúndur eru lengi að líða í körfubolta og Keflavík hrifsaði sigurinn til sín. Hvað gerist í kvöld?
Njarðvík-Keflavík
Leikur 2
Kl. 19:15 í Ljónagryfjunni