Úrslitasería KR og Stjörunnar hefst næsta mánudag í Iceland Express deild karla og segja KR-ingar á heimasíðu sinni í dag að vegna mikils áhuga hafi þeir ákveðið að hefja forsölu aðgöngumiða á mánudagsleikinn næsta sunnudag frá kl. 16:00-18:00.
Miðasala verður svo opnuð á sjálfum leikdegi, mánudag, kl. 16.00 og verður hún opin fram að leik. Þeir sem vilja vera öruggir með miða mæta í forsöluna á sunnudaginn og svo þarf að mæta tímanlega á mánudaginn til að tryggja sér sæti.
Dagskráin er svona
Miðasala, sunnudag kl. 16.00 – 18.00 og frá kl. 16.00 á mánudaginn
kl. 17.30 fyrstu hamborgarnir koma af grillinu
18.15 Salurinn opnaður
19.15 leikur hefst.