spot_img
HomeFréttirGuðjón hættur með Keflavík

Guðjón hættur með Keflavík

 
Guðjón Skúlason hefur ákveðið að segja skilið við karlalið Keflavíkur en á heimasíðu félagsins segir að ákvörðunin sé tekin á forsendum Guðjóns og eigi m.a. rætur að rekja til árangur liðsins á nýliðnu keppnistímabili hjá Keflavík.
Guðjón hefur stýr Keflavík síðustu tvö tímabil, í fyrra fór liðið alla leið í úrslit og tapaði í oddaleik gegn Snæfell og nú datt liðið út í oddaleik gegn KR í undanúrslitum. Þá er ljóst að báðir meistaraflokkar félagsins eru þjálfaralausir þar sem Jón Halldór Eðvaldsson hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari kvennaliðsins en hann skilaði liðinu af sér sem Lengjubikars- og Poweradebikarsmeisturum sem og Íslandsmeisturum.
 
Fréttir
- Auglýsing -