Hrafn Kristjánsson er búinn að tilkynna byrjunarlið KR sem innan örfárra mínútna tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í úrslitum Iceland Express deildar karla. Fannar Ólafsson miðherji KR og prímusmótor liðsins verður að öllum líkindum ekki með í leiknum vegna meiðsla á kálfa.
Hreggviður Magnússon kemur inn í byrjunarlið KR í stað Fannars en það ræðst svo í leiknum hvort Fannar komi við sögu.
Byrjunarliðin:
KR: Pavel Ermolinskij, Marcus Walker, Brynjar Þór Björnsson, Hreggviður Magnússon og Finnur Atli Magnússon.
Stjarnan: Justin Shouse, Daníel Guðmundsson, Jovan Zdravevski, Renato Lindmets og Fannar Freyr Helgason.
Nánar síðar….