spot_img
HomeFréttirKönnun: Lesendur hrifnastir af Sverri

Könnun: Lesendur hrifnastir af Sverri

 
Samkvæmt lesendum Karfan.is telja flestir að Sverrir Þór Sverrisson þjálfari silfurliðs UMFN í Iceland Express deild kvenna sé þjálfari ársins í deildinni. Sverrir fór með Njarðvíkinga úr B-riðli inn í úrslit þar sem liðið mátt sætta sig við 3-0 ósigur gegn grönnum sínum úr Kefalvík.
Í könnun síðustu daga spurðum við lesendur hvern þeir myndu velja sem þjálfara ársins í deildinni og tóku rúmlega 600 manns þátt. Alls 33% kusu Sverri en afar mjót var á mununum á milli hans og Jóns Halldórs Eðvaldssonar þjálara Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur sem hlaut 31% atkvæða.
 
Svona skiptust atkvæðin í könnuninni:
 
Sverrir Þór Sverrisson – 33%
Jón Halldór Eðvaldsson – 31%
Hrafn Kristjánsson – 12%
Ingi Þór Steinþórsson – 9%
Ágúst Björgvinsson – 6%
Jóhann Ólafsson – 4%
Bragi Magnússon – 3%
Henning Henningsson – 2%
 
Að þessu sinni spyrjum við lesendur hvort þeir telji að KR eða Stjarnan verði Íslandsmeistari.
Fréttir
- Auglýsing -