Héraðsþing Héraðssambands Snæfellsnes og Hnappadalssýslu, HSH, fór fram í gærkvöldi þar sem Hlynur Elías Bæringsson var valinn körfuknattleiksmaður ársins 2010 hjá sambandinu. Eins og flestir vita þá náði Hlynur ekki eingöngu inn bikar- og Íslandsmeistaratitlum í hús með Snæfelli heldur sópaði að sér viðurkenningum á lokahófi KKÍ sem besti leikmaðurinn, varnarmaðurinn og leikmaður úrslitakeppninnar ásamt því að vera í úrvalsliði Iceland Express deildarinnar.
Aðra viðurkenningu fengu aðstandendur heimasíðu Snæfells í körfubolta en hún nefnist Vinnuþjarkur HSH 2010. Sú viðurkenning er veitt til þeirra sem sáu um að halda síðunni lifandi í máli og myndum fyrir körfuboltann. Símon B. Hjaltalín tók við viðurkenningunni fyrir þeirra hönd.
Þeir sem nefndir voru til viðrukenningarinnar fyrir sína vinnu á heimasíðunni voru:
Símon B. Hjaltalín – Umsjón með texta, innsetningum á öllu efni og umfjallanir.
Þorsteinn Eyþórsson – Ljósmyndir á heimsmælikvarða.
Andri Freyr Hafsteinsson – Töfrandi auglýsingar fyrir körfuna.