Í kvöld hefst síðari úrslitahelgi yngri flokka í Laugardalshöll en um síðustu helgi fóru fram fimm úrslitaleikir í Íslandsmóti yngri flokka. Í kvöld verða tveir undanúrslitaleikir í drengjaflokki en það er körfuknattleiksdeild Fjölnis sem fer með framkvæmd úrslitahelganna og því verður hægt að sjá alla leiki helgarinnar í beinni netútsendingu hjá fagmönnunum á Fjölnir TV.
Kl. 18:00 eigast við Njarðvík og Fjölnir í undanúrslitum drengjaflokks og þar strax á eftir mætast KR og Keflavík í hinum undanúrslitaleiknum. Laugardagurinn verður svo stútfullur af leikjum og á sunnudeginum fara úrslitaleikirinir fram í fjórum aldursflokkum.
Mynd/ Frá úrslitahelgi yngri flokka í Laugardalshöll um síðastliðna helgi.