spot_img
HomeFréttirRick Adelman hættur með Rockets

Rick Adelman hættur með Rockets

 
Þjálfarinn góðkunni Rick Adelman og Hostuon Rockets hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að Adelman hætti þjálfun liðsins. Samningur hans við félagið rennur út þann 30. júní næstkomandi en hann hefur verið á mála hjá félaginu síðustu fjögur tímabil.
Adelman er meðlimur í frægðarhöll NBA og á þessum fjórum leiktíðum með Rockets vann hann 193 leiki og tapaði 135 en Adelman er 64 ára gamall. Þjálfarinn kvaðst þó engan veginn vera hættur afskiptum af körfubolta og sagðist enn hafa ástríðu fyrir íþróttinni svo fólk ætti ekki að láta sér bregða ef hann skyti upp kollinum hjá öðrum liði fyrr en síðar.
 
Rick Adelman hefur aldrei, þrátt fyrir langan feril, verið útnefndur besti þjálfari ársins en hefur fjórum sinnum hafnað í öðru sæti, síðast leiktíðina 2008-2009 en þá var Mike Brown þjálfari Cleveland valinn bestur.
 
Fréttir
- Auglýsing -