Föstudaginn 11 apríl sl. var haldið lokahóf körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Þann sama dag var haldið árgangamót deildarinnar í fyrsta skipti. Var mjög góður rómur gerður að mótinu enda um 60 þátttakendur og næsta víst að mótið verður árlegur viðburður í starfi deildarinnar í framtíðinni. Lokahófið var vel sótt að venju og skemmtu gestir sér hið besta og nutu góðra veitinga, bæði í mat og drykk.
Þá voru veittar viðurkenningar til þeirra leikmanna meistaraflokks sem sköruðu frammúr á tímabilinu:
Þorsteinn Gunnlaugsson var kosinn bæði besti- og mikilvægasti leikmaðurinn
Arnar Pétursson var kosinn besti varnarmaðurinn og Ágúst Orrason var kosinn efnilegasti leikmaðurinn.
Þá fengu Sigríður Jónína Helgadóttir og Hákon Gunnarsson bronsmerki Breiðabliks.
Á myndinni eru frá vinstri: Sigrún Jónsdóttir, móðir Arnars Péturssonar, Sævaldur Bjarnason þjálfari meistaraflokks, Þorsteinn Gunnlaugsson og Ágúst Orrason.