spot_img
HomeFréttirKevin Love útnefndur sá leikmaður sem sýndi mestu framfarir

Kevin Love útnefndur sá leikmaður sem sýndi mestu framfarir

NBA-deildin er núna að gera upp tímabilið og afhenda einstaklingsverðlaun fyrir tímabilið. Sá leikmaður sem hefur þótt sýna mestar framfarir í vetur er Kevin Love tvennutröllið frá Minnesota.
Love sem var heimsmeistari með Bandaríkjunum á HM í Tyrklandi í fyrra var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í vetur en það var hans fyrsti Stjörnuleikur.
 
Hann bætti sig í flestum tölfræðiþáttum og setti persónulegt met í stigum(20.2), fráköstum (15.2 og var efstur í deildinni), stoðsendingar(2.5), tvennur (64) skotnýting (47%), þriggja-stiga nýting (41,7%) og vítanýting(85%).
 
Love fór úr því að vera traustur varamaður hjá Minnesota í byrjunarmann og einn allra besta leikmann liðsins milli leiktíða. En hann byrjaði aðeins inná í 22 af 60 leikjum sínum veturinn 2009-10 en í vetur byrjaði hann alla 73 leikina sem hann lék.
 
Lesa má allt um valið á Kevin Love hér.
 
Einstaklingsverðlaun NBA 2010-11:
Varnarmaður ársins – Dwight Howard
 
Mynd: Kevin Love átti frábært tímabil.
 
Fréttir
- Auglýsing -