Fjórir leikir fóru fram í gærkvöldi og í nótt í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Boston Celtics varð fyrsta liðið til þess að komast upp úr fyrstu umferð er þeir sópuðu New York Knicks í sumarfrí og unnu seríuna 4-0.
Carmelo Anthony var stigahæstur í liði Knicks með 32 stig og 9 fráköst og Amare Stoudemire bætti við 19 stigum og 12 fráköstum. Hjá Celtics var Kevin Garnett með 26 stig og 10 fráköst og Rajon Rondo bætti við 21 stigi, 12 stoðsendingum og 5 fráköstum.
Önnur úrslit næturinnar:
Philadelphia 76ers 86 – 82 Miami Heat
Miami 3 – 1 Philadelphia
Louis Williams og Evan Turner báðir með 17 stig hjá 76ers. LeBron James með 31 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Heat.
New York Knicks 89 – 101 Boston Celtics
Boston komnir áfram, unnu seríuna 4-0
Atlanta Hawks 88 – 85 Orlando Magic
Orlando 1 – 3 Atlanta
Jamal Crawford gerði 25 stig af bekknum hjá Atlanta og Joe Johnson bætti við 20 stigum og 9 fráköstum. Hjá Magic var Dwight Howard með 29 stig og 17 fráköst.
New Orleans Hornets 93 – 88 LA Lakers
Lakers 2 – 2 Atlanta
Chris Paul fór mikinn með glæsilega þrennu hjá Hornets, 27 stig, 13 fráköst og 15 stoðsendingar. Kobe Bryant gerði 17 stig hjá Lakers, gaf 8 stoðsendingar og tók 6 fráköst.
Mynd/ Chris Paul fann sig vel gegn Kobe og félögum í Lakers í nótt.