Í dag var gengið frá ráðningu Ágústs Björgvinssonar sem þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Val í körfuknattleik. Ágúst mun einnig koma töluvert að barna- og unglingastarfi félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu Valsmanna, www.valur.is
Á heimasíðu Vals segir ennfremur:
Ágúst er uppalinn hjá Val og þjálfaði á 13 ára tímabili nær alla flokka félagsins. Það er því sérstaklega ánægjulegt að fá þennan reynda baráttukappa heim á Hlíðarenda.
Ágúst sagði á dögunum skilið við Hamar en hann hafði verið á mála hjá Hvergerðingum í hartnær fjögur ár og gerði kvennalið félagsins að deildarmeisturum í Iceland Express deild kvenna á nýafstaðinni leiktíð.