Fjórða leik Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins í úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar lauk í kvöld með sigri Norrköping, 93-84. Staðan í einvíginu er því jöfn, 2-2, og fer fimmti leikur liðanna fram á heimavelli Sundsvall sem á heimaleikjaréttinn í seríunni.
Hlynur Bæringsson og Liam Rush voru báðir með 18 stig í liði Sundsvall í kvöld og Jakob Örn Sigurðarson bætti við 10 stigum. Hlynur var einnig með 7 fráköst og 3 stoðsendingar og Jakob með 2 fráköst og 4 stoðsendingar.
Liðin mætast aftur þann 1. maí á heimavelli Sundsvall en vinna þarf fjóra leiki til þess að verða sænskur meistari.
Mynd/ Hlynur gerði 18 stig í leiknum í kvöld.