Rúnar Birgir Gíslason fréttastjóri hjá okkur á Karfan.is náði um helgina kjöri í aðalstjórn KKÍ. Óskum við Rúnari innilega til hamingju með kjörið. Af þessum sökum stígur Rúnar af stóli fréttastjóra en hann hefur gengt því embætti með miklum sóma undanfarin ár.
Á fyrstu skrefum Karfan.is fyrir rúmum fimm árum síðan var Rúnar þegar kominn inn eins og stormsveipur hjá Karfan.is og var þá staddur í námi í Danmörku og ritaði fréttir þaðan um boltann. Allan tímann hefur hann verið einn af lykilmönnum síðunnar og haft sterkar og mótandi skoðanir á því hvernig síðan ætti að þjónusta lesendur sína.
Við þökkum Rúnari kærlega fyrir hans ómetanlega starf í þágu Karfan.is og óskum honum velfarnaðar á vegum Körfuknattleikssambands Íslands sem um helgina gerði töluverðar breytingar á sínum málum, nánar af þeim síðar.
F.h. Karfan.is
Jón Björn Ólafsson
Ritstjóri
____________________________________________________________________
Ný stjórn KKÍ:
Ný stjórn KKÍ:
Hannes S. Jónsson – formaður
Guðbjörg Norðfjörð
Erlingur Hannesson
Eyjólfur Þór Guðlaugsson
Páll Kolbeinsson
Lárus Ingi Friðfinnsson
Rúnar Birgir Gíslason
Varastjórn:
Bryndís Gunnlaugsdóttir
Guðjón Guðmundsson
Guðjón Þorsteinsson