Vefsíðan Eurobasket.com opinberaði í dag úrvalslið ársins í sænsku deildinni ásamt öðrum viðurkenningum og ber þar helst að nefna að Jakob Örn Sigurðarson var valinn besti leikmaður ársins og besti bakvörður ársins. Magnað tímabil að baki hjá Jakobi sem toppaði tímabilið með frábærri frammistöðu í oddaleiknum gegn Norrköping þegar Sundsvall varð meistari.
Leikmaður ársins: Jakob Örn Sigurðarson
Bakvörður ársins: Jakob Örn Sigurðarson
Bosmann leikmaður ársins: Jakob Örn Sigurðarson
Þá var liðsfélagi Jakobs og Hlyns, Alex Wesby, valinn framherji ársins og Johan Jeansson þótti hafa tekið mestum framförum. Vedran Bosnic þjálfari Södertalje var svo valinn þjálfari ársins.
Jakob og Wesby voru í úrvalsliði ársins og Hlynur Bæringsson var valinn í ,,2nd Team“ ársins (annað lið ársins) ásamt Loga Gunnarssyni hjá Solna Vikings.
Bosman-lið ársins var skipað þeim Jakobi, Loga og Hlyni ásamt Drazen Klaric frá Jamtland og Liam Rush frá Sundsvall.