spot_img
HomeFréttirRúmlega 50 manns sóttu námskeiðið hjá Blasone

Rúmlega 50 manns sóttu námskeiðið hjá Blasone

 
Um síðustu helgi fór fram þjálfaranámskeið hjá hinum margþekkta Mario Blasone. Námskeiðið var haldið í Ásgarði í Garðabæ þar sem rúmlega 50 þjálfarar lögðu við hlustir á meðan Blasone jós úr viskubrunnum sínum.
Það voru leikmenn úr yngri landsliðum drengja sem aðstoðuðu við námskeiðið en þeir sýndu æfingar og fleira sem Blasone var að útskýra. Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur í Iceland Express deild karla var á meðal þeirra sem sóttu námskeiðið hjá Blasone um helgina:
 
,,Því miður gat ég aðeins verið fyrstu tvo dagana á námskeiðinu en fékk samt margar góðar hugmyndir, nýjar æfingar og þá sérstaklega fannst mér gaman að sjá hvernig hann nýtti tímann á hagnýtan hátt (mikið af skotum og sendingum). Einnig var gaman að sjá þegar hann fór yfir skot-, sendinga- og knattraksæfingar hvernig hann var með framþróun á hverri æfingu fyrir sig sem er náttúrulega gríðarlega mikilvægt þegar farið er yfir þessi grunnatriði."
 
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -