spot_img
HomeFréttirYao vill vera áfram hjá Houston

Yao vill vera áfram hjá Houston

Risinn og meiðslapésinn, Yao Ming, vill spila með Houston á næsta tímabili þ.e.a.s. ef skrokkurinn heldur. Yao, sem náði aðeins að leika fimm leiki á síðasta tímabili, hefur verið frá að mestu undanfarin ár. En hann er með lausan samning í sumar.
Framtíð Yao mun ráðast á því hvernig hann nær að jafna sig á meiðslum sínum. Hann getur samið við annað lið í sumar en Houston hefur alltaf rétt til að jafna það tilboð. Ef Yao verður heill heilsu er ekki spurning að Houston haldi honum.
 
Houston er að leita að nýjum þjálfara þessa dagana og hans sýn á liðið mun áhrif á framtíð Yao.
 
Miðherjinn stóri verður 31 árs á árinu og ljóst að seinustu árin hans í boltanum eru að nálgast. Ef hann á að nýtast einhverju lið að einhverju viti á næsta tímabili verður hann að vera heill heilsu.
 
Yao er einn stærsti leikmaðurinn til að spila í NBA en meiðsli hafa verið einkenni hans í NBA sem er miður enda er hann vinsælasti íþróttamaður Kína.
 
Mynd: Yao Ming var fánaberi kínverska hópsins á Ólympíuleikunum árið 2008 í Peking.

Fréttir
- Auglýsing -