spot_img
HomeFréttirBrown tekur við Lakers af Jackson

Brown tekur við Lakers af Jackson

 
Mike Brown er nýr þjálfari Los Angeles Lakers í NBA deildinni en þjálfarinn og klúbburinn náðu í dag samkomulagi þessa efnis. Brown hefur getið sér gott orð sem þjálfari í NBA og lék m.a. LeBron James undir hans stjórn hjá Cleveland en Brown þykir öllu jöfnu vilja leika þéttan varnarleik eins og Cleveland varð frægt fyrir.
Brown þjálfaði Cleveland 2005-2010 og leiktíðina 2008-2009 var hann valinn þjálfari ársins í deildinni. Brown hefur unnið 42 leiki í úrslitakeppni NBA og tapað 29. Samkvæmt frétt á heimasíðu NBA hafa Brown og Lakers gert með sér fjögurra ára samning að andvirði rúmlega 18 milljóna Bandaríkjadala.
 
Brown tekur því við af Phil Jackson sem gaf það út eftir tímabilið, eftir að Dallas hafði sópað Lakers í sumarfrí, að hann myndi ekki halda áfram með liðið en Jackson hefur 11 sinnum orðið NBA meistari.
 
Mynd/ Mike Brown er nýr þjálfari Lakers.
 
Fréttir
- Auglýsing -