spot_img
HomeFréttirStyttist í körfuboltabúðirnar á Sauðárkróki

Styttist í körfuboltabúðirnar á Sauðárkróki

 
Undirbúningur fyrir Körfuboltabúðir Tindastóls er nú í fullum gangi. Að verkefninu koma margar hendur í sjálfboðavinnu og allt er gert til að reyna að gera búðirnar eftirminnilegar og árangursríkar fyrir þátttakendur. Heimasíða Tindastóls fékk Borce Ilievski, yfirþjálfara körfuboltabúðanna, til að fara aðeins yfir undirbúninginn og segja frá við hverju krakkarnir geta búist í búðunum.
„Prógrammið í búðunum er sett þannig upp að krakkarnir geti lært heilmikið á veru sinni í þeim. Því svipar til einnar bestu körfuboltabúða í Evrópu sem settar voru upp af þeim manni sem margir kalla föður nútíma körfubolta í Evrópu, prófessor Alexandar Nikolic. Málið snýst um að krakkarnir eru vakandi og sofandi yfir körfubolta í 24 tíma á sólarhring á meðan búðunum stendur, segir Borce. Hann segir jafnframt að mikil áhersla sé lögð á undirstöðuatriði körfuknattleiks sem allir geti tileinkað sér og orðið betri fyrir vikið.
 
„Það verður mikið um allskonar keppnir, eins og 1á1, vítakeppni, þriggja stiga keppni og þrautakeppnir þar sem jafnvel þeir yngstu geta lagt þá elstu að velli,“ segir Borce. Verðlaun verða veitt fyrir sigur í þessum leikjum og keppnum, valdir verða MVP búðanna, eða bestu þátttakendurnir og munu þeir fá í verðlaun m.a. fría inngöngu í búðir Nikolic í Zlatibor í sumar, 28. júní – 8. júlí, búðagjaldið er frítt en ferðakostnaður er ekki inni í verðlaununum að þessu sinni.
 
Fréttir
- Auglýsing -