spot_img
HomeFréttirSkiptar skoðanir um að heimila tvo Bandaríkjamenn á ný

Skiptar skoðanir um að heimila tvo Bandaríkjamenn á ný

 
Síðustu daga höfum við spurt í könnun hér á Karfan.is hvort lesendur væru samþykkir þeirri ákvörðun að leyfa tvo Bandaríkjamenn í íslenska boltanum á nýjan leik. Að loknu körfuknattleiksþingi KKÍ í Skagafirði á dögunum var heimilað að hafa tvo Bandaríkjamenn í hverju liði en 47% svarenda í könnun Karfan.is voru ekki samþykkir þessari ákvörðun.
Um 200 manns tóku þátt í könnuninni, 47% voru andvígir því að heimila tvo Bandaríkjamenn á nýjan leik, 41% voru samþykk þessari ákvörðun og 12% voru óviss.
 
Nú höfum við sett inn nýja könnun og að þessu sinni spyrjum við:
Hverjir verða NBA meistarar?
 
Mynd/ Nick Bradford var m.a. leikmaður á Íslandi þegar heimilt var síðast að tefla fram tveimur Bandaríkjamönnum.
 
Fréttir
- Auglýsing -