Langar þig að starfa með skemmtilegu fólki í metnaðarfullu umhverfi? Viltu tilheyra félagi sem vill ávallt vera að bæta sig? Körfuknattleiksdeild Hauka óskar eftir hæfum þjálfurum til starfa.
Lausar eru stöður nokkurra flokka og viljum við manna þjálfun með reynslumiklu og/eða þjálfaramenntuðu fólki. Einnig þarf viðkomandi að eiga gott með mannleg samskipti.
Körfuknattleiksdeild Hauka er í stöðugri sókn og hefur iðkendum fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár en betur má ef duga skal.
Vilt þú koma og vinna með okkur í að gera gott félag betra?
Umsóknir skulu sendar rafrænt á íþróttastjóra félagsins, Guðbjörgu Norðfjörð, [email protected] þar sem kemur fram þjálfaraferill og menntun eða hringið í síma
525-8702/861-3614 til að fá nánari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 6. júní.