spot_img
HomeFréttirNorðurlandamótið hefst á miðvikudag: Karfan.is ytra og greinir ítarlega frá málum

Norðurlandamótið hefst á miðvikudag: Karfan.is ytra og greinir ítarlega frá málum

Á miðvikudaginn hefst Norðurlandamót yngri landsliða í körfuknattleik og venju samkvæmt fer mótið fram í Solna í Svíþjóð, nánar tiltekið í Solnahallen, heimavelli Solna Vikings þar sem Logi nokkur Gunnarsson réði ríkjum í vetur með Víkingunum frá Solna. Það eru U18 ára liðin sem ríða á vaðið á miðvikudag, U18 ára lið kvenna mætir þá Finnum í fyrsta leik kl. 17 að staðartíma eða kl. 15 að íslenskum tíma.
Annar leikurinn á miðvikudagskvöld er viðureign Íslands og Danmerkur í U18 ára karla og hefst hann kl. 21 eða 19:00 að íslenskum tíma.
 
Ísland sendir fjögur lið til keppni, U16 ára karla og kvenna og U18 ára karla og kvenna. Körfuknattleikssamband Íslands hefur þegar hafið kynningar á hópunum sem halda út og má þegar lesa um U16 og U18 ára lið kvenna:
 
 
Karfan.is mun flytja ítarlegar fréttir frá mótinu ásamt myndasöfnum og mynbrotum.
 
Mynd/ www.kki.is–  U16 ára lið kvenna 2011
 
Fréttir
- Auglýsing -