ÍR heldur spennandi körfuboltanámskeið fyrir krakka á aldrinum 10-15 ára dagana 7.-10. júní næstkomandi þar sem Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Maryland háskólans, verður gestaþjálfari á námskeiðinu.
Þátttökugjald á hvern einstakling er kr. 4500,- þar sem hressing er innifalin í verðinu en það er Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR í Iceland Express deild karla sem hefur yfirumsjón með námskeiðinu.