spot_img
HomeFréttirSHAQ hættur!

SHAQ hættur!

Shaquille ONeal tröllið mikla hefur gefið það út að hann sé hættur að spila í NBA deildinni. Shaq og stundum The Shaq eins og hann er jafnan kallaður spilaði með Orlando, LA Lakers, Pheonix, Cleveland og Boston á sínum 19 ára ferli í deildinni. Hillan góða sem skórnir hans fara á er tröllvaxin enda von pari af skóm númer 23.
 Shaq er á 39 aldursári og hefur átt í erfiðleikum með meiðsli nú á síðustu mánuðum. Í samtali við fjölmiðla vestra hafs sagðist Shaq ekkert vilja hætta en skrokkurinn er hinsvegar á öðru máli og það gerði útslagið í ákvörðun hans.  "Ég á eftir að sakna keppninar og eltingaleiknum eftir nýjum hring og NBA titli. Ég á eftir að sakna mikils." sagði Shaq við fjömiðla. 
 
Lebron James var einn af þeim fyrstu til að "Tweeta" um þessar fréttir og sagði einfaldlega. "What a career for Shaq Diesel".
Það verður vissulega sjónarsviptir af þessum merka manni sem setti risastóran karakter á NBA deildina með bæði skemmtilegum tilþrifum ásamt hnittnum orðum í viðtölum.
 
Tölfræðilegar staðreyndir um Shaq
 
Fæddur 6. mars 1972
Valin í deildina 1992 númer 1 af Orlando Magic
Spilaði í 19 ár í deildinni
216 cm á hæð
147 kg 
28596 stig í NBA (Fimmti í skorun frá upphafi)
23.7 stig á leik
10.9 fráköst á leik
15 sinnum valin í All Star liðið
1 Ólympíu gull (1996 í Atlanta)
4 NBA titlar (3 með Lakers og 1 með Heat)
1 MVP  (2000)
Laun á ferlinum: 300 milljónir dollara (35 milljarðar ISK ca miðað við raungengi í dag.  Hér er aðeins verið að tala um laun. Annað eins fékk hann fyrir auglýsingasamninga)
Laun reiknuð niður:  1.8 milljarðar ár ári – 150 milljónir á mánuði –  21.4 milljónir á viku – 3 milljónir á dag  –  127.551 á klukkutíman 
Gælunöfn: Shaq, The Shaq,The Diesel, Superman, Man of Steel, Big Daddy og fl.
 
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -