Dallas Mavericks jöfnuðu í nótt einvígið gegn Miami Heat í baráttunni um NBA titilinn. Staðan er 1-1 í einvíginu sem nú færist yfir á heimavöll Dallas. Lokatölur í leiknum í nótt voru 93-95 Dallas í vil en Dirk og félagar tóku 22-5 rispu seint í leiknum þar sem Dirk gerði sigurkörfuna í teignum þegar 3 sekúndur voru til leiksloka.
Dwyane Wade var stigahæstur hjá Heat í nótt með 36 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst. LeBron James gerði 20 stig, tók 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Chris Bosh fann sig ekki með 12 stig og 8 fráköst og setti aðeins niður 4 af 16 skotum sínum í teignum.
Hjá Dallas var Dirk Nowitzki með 24 stig og 11 fráköst og fyrrnefnda sigurkörfu og Shawn Marion bætti við 20 stigum og 8 fráköstum.
Mynd/ Dirk Nowitzki fíflaði Chris Bosh í nótt og skoraði sigurstig Dallas í leiknum.