Ágúst Orrason vakti verðskuldaða athygli áðan þegar kappinn keyrði íslenska liðið áfram til sigurs gegn Norðmönnum. Ágúst fór mikinn á báðum endum vallarins og lauk leik með 17 stig og 3 fráköst.
Ísland á einn leik eftir í riðlinum í U18 ára karlaflokki en sá leikur er á morgun kl. 09:00 gegn Finnum.