spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Norðlenska nautið fær spor í legg

Karfan TV: Norðlenska nautið fær spor í legg

 
Þetta eru ekki fyrstu sporin og ekki heldur þau síðustu sagði Stefán Karel Torfason miðherji U18 ára landsliðs Íslands þegar Karfan TV ræddi við kappann þar sem læknir sat og saumaði nokkur spor í fótlegg Stefáns.
Stefán var hvergi banginn í leiknum gegn Norðmönnum fyrr í dag þegar hann grýtti sér á eftir lausum bolta með þeim afleiðingum að hann straujaði nánast niður fjölmiðlaaðstöðuna eins og hún leggur sig í Solnahallen. Stefán var þó fljótur á fætur og skilaði sínu vel í leiknum í dag. Hann fékk nokkur fótspor í legginn eftir leik.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -