spot_img
HomeFréttirVonbrigði að vera ekki valinn

Vonbrigði að vera ekki valinn

 
Nýráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands, Peter Öqvist, tilkynnti á dögunum 22 manna æfingahóp fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Sundsvall í Svíþjóð í sumar. Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var ekki í hópnum en hann hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár.
,,Auðvitað gaf ég kost á mér því það er svakalegur heiður að spila fyrir land og þjóð. Það eru vissulega mikil vonbrigði hjá mér að vera ekki valinn í hópinn að þessu sinni því ég vil spila fyrir Íslands hönd og með þessum strákum. Mér fannst ég enda tímabilið vel og er alveg í fínu formi að mér finnst,“ sagði Magnús þegar Karfan.is leitaði viðbragða hjá honum.
 
Magnús lætur þó engan bilbug á sér finna. ,,Þjálfarinn velur auðvitað hópinn og ég virði hans val en það þýðir ekkert að gráta þetta, maður verður bara að spýta í lófana og sýna honum að ég eigi skilið að vera í þessu liði,“ sagði Magnús sem ekki hefur misst út landsleik síðan árið 2002.

Mynd/ [email protected]

 
Fréttir
- Auglýsing -