spot_img
HomeFréttirArenas sektaður fyrir framgöngu sína á Twitter

Arenas sektaður fyrir framgöngu sína á Twitter

 
Gilbert Arenas er enn eina ferðina kominn í vafasaman dans við NBA deildina. Að þessu sinni hefur deildin ákveðið að sekta kappann fyrir framgöngu sína á Twitter. Arenas hefur verið duglegur að koma sér í fréttirnar fyrir allt annað en vaska framgöngu á parketinu en síðast þegar við heyrðum af honum tók hann út 50 leikja bann fyrir að mæta með byssu inn í búningsklefa Washington Wizards.
Tim Frank, talsmaður NBA, staðfestir að Arenas hafi verið sektaður en neitaði að gefa upp hversu há sektin væri eða hvað Arenas hafi látið frá sér á Twitter sem var ástæða refsingarinnar. Frank sagði að ekki yrði gefið upp um hvað málið snérist því Arenas hafi í raun ekki látið ummælin falla opinberlega.
 
Arenas mun þó hafa reynt að vera fyndinn á Twitter og ku það hafa móðgað kvenþjóðina. Að sama skapi óskaði hann einnig eftir því að fá sendar reglur NBA um notkun leikmanna deildarinnar á Twitter.
Fréttir
- Auglýsing -