Loksins loksins segja flestir körfuknattleiksunnendur. Íslenska landsliðið er komið aftur á ról og framundan er Norðurlandamótið sem fram fer í Sundsvall í Svíþjóð dagana 23.-27. júlí næstkomandi. Norðurlöndin hafa skipst á því að halda mótið á fjögurra ára fresti en mótið átti upphaflega að fara fram sumarið 2010. Að beiðni meirihluta landanna var mótinu frestað um eitt ár og fer því fram í sumar.
Svona lítur leikjadagskrá Íslands út í Svíþjóð:
23. júlí
Ísland – Svíþjóð
24. júlí
Ísland – Finnland
25. júlí
Ísland – Danmörk
27. júlí
Ísland – Noregur
Hópurinn kemur saman til æfinga um helgina og svo aftur í byrjun júlí og æfir þá samfellt fram að brottför til Svíþjóðar.
Tvær breytingar eru á hópnum en þeir Fannar Helgason, leikmaður Stjörnunnar, og Guðmundur Jónsson, leikmaður Njarðvíkur, þurftu að draga sig úr hópnum vegna anna í vinnu.
Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Jakob Sigurðarson, Sundsvall Svíþjóð
Hlynur Bæringsson, Sundsvall Svíþjóð
Jón Arnór Stefánsson, Granada Spánn
Logi Gunnarsson, Solna Svíþjóð
Helgi Magnússon, Uppsala Svíþjóð
Pavel Ermolinskij, KR
Brynjar Þór Björnsson, KR
Hreggvidur Magnússon, KR
Finnur Atli Magnússon, KR
Jón Orri Kristjánsson, KR
Fannar Ólafsson, KR
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík
Hörður Vilhjálmsson, Keflavík
Jón Ólafur Jónsson, Snæfell
Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Snæfell
Emil Jóhannsson, Snæfell
Sveinbjörn Claessen, ÍR
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Ólafur Ólafsson, Grindavík
Jóhann Árni Ólafsson, Njarðvík
Ægir Þór Steinarsson, Newburry Bandaríkin
Tómas Heiðar Tómasson, Newburry Bandarikin
Haukur Helgi Pálsson, Maryland Bandaríkin
Ragnar Nathanaelsson, Hamar
Mynd/ Jón Arnór Stefánsson í leik með íslenska liðinu gegn því austurríska.