spot_img
HomeFréttirHalldór og Björgvin til liðs við Hamar í 1. deildinni

Halldór og Björgvin til liðs við Hamar í 1. deildinni

 
Leikmannamál eru nú óðum að skýrast hjá karlalið Hamars í Hveragerði, nú síðastliðinn fimmtudag skrifuðu níu leikmenn undir hjá Hamri auk þess sem Ragnar Nathanelsson hafði áður skrifað undir og Svavar Páll var búinn að ná munnlegu samkomulagi við Hamar. Þeir leikmenn sem skrifuðu undir eru flestir uppaldir Hamarsstrákar en auk þeirra bætast við þeir Halldór Gunnar Jónsson frá Skallagrím og gamla brýnið Björgvin Jóhannesson frá FSu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KKD Hamars.
Í fréttatilkynningunni segir ennfremur:
Einnig hefur körfuknattleiksdeild Hamars gengið frá samningi við Lárus Jónsson um þjálfun mfl karla og mfl kvenna og Daði Steinn Arnarsson verður yfirþjálfari allra yngri flokka auk þess að aðstoða Lárus með mfl karla. Oddur Benediktsson mun síðan aðstoða Lárus við þjálfun mfl kvenna. Það er því óhætt að segja að næstkomandi vetur líti vel út í Hveragerði þar sem mikið af uppöldum strákum verða á mála hjá Hamri og bundnar eru vonir við að Snorri Þorvaldsson og Kjartan Kárason skrifi undir fljótlega, en þeir eru að hugsa sinn gang varðandi vinnu og skóla.
 
Mynd/ Halldór og Björgvin ásamt leikmönnum Hamars, Daða Stein og Lárusi formanni KKD Hamars.
Fréttir
- Auglýsing -